Ný stjórn Iðnaðarmenn Íslands 

Stopwatch

23.10.2021 

Þið sem hafið verið að fylgjast með á síðunni -Iðnaðarmenn Íslands- hafið líklegast séð tilkynninguna frá Hjálmari (stofnanda Iðnaðarmenn Íslands) um að komnir séu nýir eigendur. 

Það eru þrír nýir í stjórn en það eru þeir Andrés Pétur, Ívar Bergþór og Þórður Gísli. Andrés er lærður smiður, Ívar er múrari og hann Þórður er pípari en markmið þeirra er að betrumbæta Iðnaðarmenn Íslands miðlana og tryggja að þeir sem óska eftir fagaðilum, fái einungis menntaða einstaklinga. Mikil vinna liggur fram undan, en unnið verður hörðum höndum til að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu, bæði fyrir iðnaðarmenn og þeim sem óska eftir þeim. 

Kær kveðja, 

Iðnaðarmenn Íslands