top of page

SKILMÁLAR VERKTAKA

Iðnaðarmenn Íslands Vefir ehf.

Kt. 440419-0460 / Sími: +354 690 1454

Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um Iðnaðarmenn Íslands Vefir ehf., kt. 440419-0460 (hér eftir „Iðnaðarmenn Íslands“) og notendur um notkun á Iðnaðarmönnum Íslands. Með því að nota þá þjónustu sem Iðnaðarmenn Íslands veita, lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni.

Iðnaðarmenn Íslands er fyrir allar lögverndaðar iðngreinar á Íslandi og þá iðnaðarmenn/verktaka með tilskilin réttindi sem starfa innan þeirra. Tilgangur þjónustu Iðnaðarmanna Íslands er einungis að miðla upplýsingum til að tengja saman iðnaðarmenn, einstaklinga og fyrirtæki.

Skilgreiningar

Verktaki: Einstaklingur eða fyrirtæki með réttindi í tiltekinni starfsgrein sem tekur að sér verk gegn endurgjaldi hjá verkkaupa.

Verkkaupi: Einstaklingur eða fyrirtæki sem leitast eftir að fá verktaka í verk hjá sér.

Miðlari: Iðnaðarmenn Íslands eru miðlarar sem tengja saman verktaka og verkkaupa.

Notkun

Notkun á Iðnaðarmönnum Íslands samanstendur af:

  1. Nýskráning verktaka: Ef verktaki er með réttindi á tiltekinni starfsgrein getur hann skráð sig undir „Nýskráning iðnaðarmanns“ á vefsíðu Iðnaðarmanna Íslands. Að lokinni skráningu þarf verktakinn að senda mynd af réttindum sínum til staðfestingar á idnadarmenn@idnadarmennislands.is.

  2. Auglýsing verktaka: Með því að senda inn viðeigandi upplýsingar heimilar verktakinn Iðnaðarmönnum Íslands að auglýsa sig og kynna fyrir verkkaupa. Auk þess heimilar verktakinn Iðnaðarmönnum Íslands að senda sér beiðnir með verkefnum frá verkkaupa.

Persónuupplýsingar

Iðnaðarmenn Íslands er ábyrgðaraðili í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga, þ.m.t. þeirra sem skrá sig og þeirra sem óska eftir iðnaðarmanni. Iðnaðarmenn Íslands skulu vinna slík gögn í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Með því að samþykkja skilmála þessa veitir verktaki Iðnaðarmönnum Íslands heimild til notkunar framlagðra persónuupplýsinga.

Trúnaður

  1. Í skilningi þessa ákvæðis er sá samningsaðili sem lætur í té trúnaðarupplýsingar til gagnaðila talinn „veitandi upplýsinga“ og aðilinn sem tekur á móti trúnaðarupplýsingum telst “móttakandi upplýsinga“.

  2. Móttakandi upplýsinga samþykkir að gæta trúnaðar um allar trúnaðarupplýsingar sem varða veitanda upplýsinga og nota þær ekki til annars en þess sem nauðsynlegt getur talist vegna samstarfs aðilanna í tengslum við þá þjónustu sem veitt er samkvæmt skilmálum þessum. Þá skuldbindur móttakandi upplýsinga sig til að framkvæma viðeigandi öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi trúnaðarupplýsinga og koma í veg fyrir að þær séu birtar eða aðgengilegar þriðja aðila.

  3. Birting eða hagnýting upplýsinga felur ekki í sér brot gegn trúnaðarskyldu ef um er að ræða (i) birtingu með fyrirfram skriflegu samþykki þess sem upplýsingar eru birtar um; (ii) birtingu vegna skyldu sem mælt er fyrir um í lögum eða af opinberu stjórnvaldi; (iii) ef upplýsingarnar eru orðnar opinberar með lögmætum hætti; eða (v) ef birting telst nauðsynleg vegna samstarfs milli aðilanna.

Takmörkun ábyrgðar

  1. Iðnaðarmenn Íslands bera ekki ábyrgð á því hvernig verk eru unnin, heldur sjá eingöngu um að miðla upplýsingum og tengja saman verktaka og verkkaupa.

  2. Iðnaðarmenn Íslands taka engar greiðslur fyrir unnin verk og hafa enga iðnaðarmenn á launaskrá.

  3. Upplýsingar Iðnaðarmanna Íslands um verktaka koma frá verktakanum sjálfum og bera Iðnaðarmenn Íslands enga ábyrgð á áreiðanleika þeirra upplýsinga, að þær séu fullnægjandi eða í samræmi við lög. Þá bera Iðnaðarmenn Íslands enga ábyrgð á lögmæti eða áreiðanleika annarra upplýsinga sem verktaki kann að veita né því að þær teljist fullnægjandi, eða samskiptum verktaka og verkkaupa.

  4. Iðnaðarmenn Íslands bera ekki ábyrgð á efni fyrirspurna frá verkkaupa eða lögmæti þeirra. Iðnaðarmenn Íslands bera ekki ábyrgð á mistökum, röngum dagsetningum eða áreiðanleika upplýsinga sem verkkaupi skráir við stofnun fyrirspurnar eða síðar.

  5. Iðnaðarmenn Íslands bera ekki ábyrgð á því ef tilkynningar frá Iðnaðarmönnum Íslands reynast gallaðar, þeim seinkar eða ef verktaki og verkkaupi fá þær ekki.

  6. Verktaki er persónulega ábyrgur fyrir því að innheimta greiðslu fyrir þjónustu. Kröfur vegna ógreiddra launa eða annarra greiðslna skulu ekki beinast að Iðnaðarmönnum Íslands þar sem tilgangur Iðnaðarmanna Íslands er aðeins sá að miðla og tengja saman verktaka og verkkaupa.

Áskilnaður

Iðnaðarmenn Íslands áskilja sér rétt til að taka verktaka af skrá sinni.

Breytingar á skilmálum

Iðnaðarmenn Íslands áskilja sér rétt til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða og taka þær breytingar gildi við birtingu.

bottom of page