top of page

Um okkur

Haustið 2017 stofnaði Hjálmar Friðbergsson Facebook-hópinn Iðnaðarmenn Íslands í þeim tilgangi að auðvelda fólki að komast í samband við fagmenntaða einstaklinga sem lokið hafa sveinsprófi eða eru með meistararéttindi í einhverri iðngrein.
 
​Árið 2021 gerðust þeir Andrés Pétur, Ívar Bergþór og Þórður Gísli aðilar að verkefninu, en þeir eru allir menntaðir iðnaðarmenn.
 
Hugmyndin á bak við Iðnaðarmenn Íslands er sú að fólk geti lagt inn verkbeiðni og treyst því að aðeins iðnmenntaðir einstaklingar svari, hvort sem um er að ræða pípara, húsasmið eða hvað annað sem þarf hverju sinni.
 
Iðnaðarmenn skrá sig sjálfir og geta valið að birta sín gögn eða ekki. Iðnaðarmenn Íslands birta einungis þær upplýsingar sem skráðir iðnaðarmenn vilja að séu birtar.
 
Lögverndaðar iðngreinar á Íslandi eru rétt rúmlega 50 talsins og eru allar velkomnar á heimasíðunni, á Snapchat og Instagram, eða í Facebook-hópnum.

Athugið að Iðnaðarmenn Íslands bera ekki ábyrgð á því hvernig verk eru unnin, heldur sjá eingöngu um að miðla upplýsingum og tengja saman iðnaðarmenn, einstaklinga og fyrirtæki. Iðnaðarmenn Íslands taka engar greiðslur fyrir unnin verk og hafa enga iðnaðarmenn á launaskrá. Iðnaðarmenn Íslands er fyrir allar lögverndaðar iðngreinar á Íslandi og þá iðnaðarmenn með tilskilin réttindi sem starfa innan þeirra.

bottom of page